Gengið og glaðst á Grænafelli
Farið var á Grænafell í tilefni af degi íslenskrar náttúru í gær 16. september. Gangan sem var samvinnuverkefni UÍA, Fjarðarbyggðar, Fljótsdalshrepps og Náttúrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.
Veður var þokkalega skaplegt og héldu 16 göngugarpar á toppinn undir styrkri leiðsögn Þórodds Helgasonar og Skarphéðins Þórissonar sem reyttu af sér fróðleik um flest sem fyrir augu bar göngufólki til gagns og gleði. Þökkum við göngufólki og samstarfsaðilum kærlega fyrir skemmtilega og fróðlega göngu.