Fjölskyldugöngu á Sandfell frestað til 15. september

Ákveðið hefur verið að fresta fjölskyldugöngu á fjall UÍA 2012, Sandfell við Fáskrúðsfjörð, sem vera átti nú á sunnudaginn.

Veðurspáin fyrir sunnudaginn er æði kaldranaleg, rigning, rok og kuldi. Við stefnum því á Sandfellstind, laugardaginn 15. september og leggjum glaðbeitt af stað frá bílastæðinu við fellið og Víkurgerðisána kl 10:00. 

Áætlaður göngutími er 5 klst, en áætlað er að æja í botni Fleinsdals, gæða sér á nesti og fara í leiki. Þar geta yngstu göngugarparnir og fylgdarmenn þeirra snúið við leggi þeir ekki í tindinn sjálfan.

Sandfell er sérstæður bergeitillinn 734 m hár og 600 m þykkur og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.

Sérstök Fjölskyldan á fjallið gestabók er á toppi fellsins en nú í haust dregur UMFÍ út heppna göngugarpa sem lagt hafa leið sína á fjöll sem tilheyra verkefninu Fjölskyldan á fjallið.

Göngugarpar eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og hafa með sér staðgott nesti.

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu UÍA í síma  4711353 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ