Víðavangshlaup UÍA

Víðavangshlaup UÍA fer fram næstkomandi laugardag 8. september og er að þessu sinni haldið í samstarfi við Frjálsíþróttadeild Hattar á Egilsstöðum.

Hlaupið hefst kl 11:00 og verður rásmark á bílastæðinu við Selskóg.

Vegalendir og keppnisflokkar:

10 ára og yngri 1,5 km skemmtiskokk. Foreldrum er velkomið að fylgja yngstu hlaupagikkjunum. Sprettur Sporlangi aðstoðar við framkvæmd hlaupsins.

11-12 ára strákar og stelpur 3 km, tímataka

13-14 ára strákar og stelpur 3 km, tímataka

15 ára og eldri karlar og konur 10 km, tímataka og 3 km skemmtiskokk.

Allir keppendur fá þátttökupening, en verðlaun verða veitt fyrir þremur fyrstu í flokkum 11 ára og eldri, auk glæsilegra útdráttarverðlauna.

Skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi á föstudegi 7. september.

Þátttökugjald er 500 kr.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hvetjum alla til að koma og taka á sprett í skóginum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ