Stigameistarar krýndir á lokamóti HEF mótaraðarinnar

Stigahæstu einstaklingar sumarsins á mótaröð Hitaveitu Egilsstaða og Fella og frjálsíþróttaráðs UÍA fengu viðurkenningar sínar fyrir sumarið afhentar í gær að loknu fjórða og síðasta mótinu á Vilhjálmsvelli.

Í gærkvöldi var keppt í langstökki, sleggjukasti og 400 metra hlaupi auk þess sem boðið var upp á frjálsíþróttaflipp í lokin. Þorvaldur Hjarðar, stjórnarformaður HEF, afhenti verðlaunin en sigurvegararnir eru eftirtaldir.

Stúlkur 11 ára: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hetti, 74 stig.

Piltar 11 ára: Elís Alexander Hrafnkelsson, Hetti, 36 stig.

Stúlkur 12-13 ára: Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti, 70,5 stig.

Piltar 12-13 ára: Daði Þór Jóhannsson, Leikni, 34 stig.

Stúlkur 14-15 ára: Helga Jóna Svansdóttir, Hetti, 69 stig.

Piltar 14-15 ára: Atli Pálmar Snorrason, Hetti, 74 stig.

Konur: Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Hetti, 53 stig.

Karlar: Daði Fannar Sverrisson, Hetti, 47 stig.

Úrslit mótsins frá í gær.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ