Lokamótið í HEF mótaröðinni
Fjórða og síðasta mótið í mótaröð HEF og Frjálsíþróttaráðs UÍA verður haldið á Vilhjálmsvelli á morgun.
Mótið hefst klukkan 17:00 og keppt verður í sleggjukasti, langstökki, 400 metra hlaupi og „frjálsíþróttaflippi“ sem enn er óljóst hvað felur í sér.
Að mótinu loknu verða stigabikarar afhentir stigahæsta einstaklingnum í hverjum flokki.
Þátttökugjaldið er sem fyrr 500 krónur, óháð greinafjölda. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.