99 keppendur á Unglingalandsmóti

Níutíu og níu keppendur eru skráðir undir merkjum UÍA á Unglingalandsmót UMFÍ sem hefst á Selfossi á föstudag. Þetta er einn mesti fjöldi sem skráð hefur sig undir merkjum sambandsins á mótin.

Keppendurnir koma af öllu Austurlandi og á UÍA fulltrúa í flestum keppnisgreinum, þar með talið starfsgreinum sem er nýjasta keppnisgreinin. Mótið á Selfossi er hið fjölmennasta sem haldið hefur verið en alls eru um tvö þúsund þátttakendur skráðir.

Starfsmenn UÍA verða á svæðinu til að styðja við hópinn. Á tjaldsvæðinu verður tjald sem verður bækistöð Austfirðinga.

Búist er við þungri umferð á Selfoss á morgun og hefur þeim sem koma úr vesturátt verið bent á að fara Þrengslin. Flestir þeirra sem UÍA hefur rætt við stefna á að mæta á Selfoss annað kvöld. Starfsmenn verða þeirar á meðal.

Keppnin hefst á föstudag en mótið er formlega sett 20:00 á föstudagskvöld. Keppendum UÍA er bent á að mæta í UÍA fötum hálftíma fyrir setningarathöfnina. Starfsmenn verða með föt til taks fyrir þá sem ekki eiga UÍA galla eða boli.

Tímaseðlar einstakra greina hafa ekki verið birtir en von er á þeim á www.ulm.is undir 'Keppni' í kvöld og á morgun. Ef tími gefst munum við segja fréttir af framgangi okkar fólks á www.uia.is um helgina en við munum senda inn myndir og stutta punkta á Twitter (@umfausturlands).

Spáð er sól og blíðu á Selfossi föstudag og laugardag en skýjaðra og örlítið kaldara á sunnudag.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ