BN efst fyrir lokaumferð Launaflsbikarsins

Boltafélag Norðfjarðar er komið í efsta sæti Launaflsbikarsins eftir dramatíska leiki um síðustu helgi. UMFB og Hrafnkell/Neisti eru samt skammt undan og eiga enn möguleika á titlinum en síðasta umferðin fer fram í kvöld.

BN vann Hrafnkel í Breiðdalnum á sunnudagskvöld 3-4. Úrslitin hefðu samt geta orðið önnur þar sem heimamenn klúðruðu vítaspyrnu á 90. mínútu. Með sigrinum komst BN í 16 stig en Hrafnkell er þremur stigum og sex mörkum á eftir í þriðja sæti.

Á milli þeirra er UMFB með fimmtán stig. Liðið var í efsta sæti en tapaði óvænt heimaleik um Bræðsluhelgina fyrir Þristi 3-4. Hallormsstaðarliðið vann þar sinn fyrsta leik í keppninni í fjögur ár á meðan UMFB tapaði sínum fyrsta Bræðsluleik. Staðan í hálfleik var 1-1 en leikurinn snérist í seinni hálfleik þegar Borgfirðingnum Þórarnir Ólafssyni var vísað af leikvelli fyrir að ræna Þristarmann upplögðu marktækfæri. Þristarmenn komust yfir úr vítinu og þótt jafnt væri 2-2 og 3-3 voru gestirnir skrefinu undan og skoruðu sigurmarkið.

Síðasta umferð keppninnar verður leikin klukkan 20:00 í kvöld. Þristur tekur á móti BN á Fellavelli en UMFB á móti Hrafnkeli/Neista á Borgarfirði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ