Stefnir í mettþáttöku UÍA á Unglingalandsmóti
Útlit er fyrir metþátttöku UÍA fólks á Unglingalandsmótinu á Selfossi um næstu helgi. Tveir dagar eru enn eftir af skráningarfrestinum. UÍA verður vel sýnilegt á mótssvæðinu.
Í dag höfðu 70 keppendur skráð sig á mótið, sem stefnir í að verða það stærsta í sögunni. Enn eru tveir dagar eftir af skráningunni. Í fyrra voru keppendur UÍA um 200 talsins enda mótið á heimavelli.
UÍA verður með lítið tjald á tjaldsvæðinu sem verður miðstöð UÍA fólks á svæðinu. Báðir starfsmenn sambandsins verða á mótinu til að gefa keppendum góð ráð og styðja við hópinn með ráðum og dáðum.
Hreindýrið Sprettur Sporlangi hefur ákveðið að bregða sér með á Selfossi, enda hrætt um hagi sína eystra á hreindýraveiðitímabilinu.
Forráðamönnum keppenda verður sendur tölvupóstur í byrjun næstu viku með öllum helstu upplýsingum um aðkomu UÍA að mótinu. Við minnum menn á að taka með sér UÍA gallana enda ætlum við að vera öll bláklædd og mynda glæsilega sveit í skrúðgöngunni á setningarathöfninni - og alls staðar þar sem við verðum um verslunarmannahelgina.
Allar nánari upplýsingar um mótið og skráning eru á www.ulm.is. Endanleg dagskrá var gefin út í morgun en tímaseðlar einstakra greina birtast í næstu viku. Á vefnum eru einnig kort af Selfossi þar sem lykilstaðir hafa verið merktir inn á.