UÍA sækir um landsmót 50+

UÍA er meðal þeirra sambandsaðila UMFÍ sem sækjast eftir að halda landsmót 50 ára og eldri árið 2013 með mótsstað á Norðfirði. Umsóknirnar voru kynntar fyrir stjórn UMFÍ á föstudag.

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, kynnti umsóknina á stjórnarfundi UMFÍ en hún er studd af sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Þóroddur Seljan fræðslufulltrúi, Guðmundur Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, fylgdu umsókninni eftir og svöruðu spurningum stjórnar UMFÍ í gegnum fjarfundabúnað.

Hörð samkeppni er um mótin sækjast HSK, HSÞ, UMSE, HSS, UMSB og USVS eftir að fá að hýsa þau. Landsmót 50+ var fyrst haldið á Hvammstanga í fyrra en í ár var það í Mosfellsbæ. Í kynningu UÍA var meðal áhersla lögð áhersla á að mótið bæri upp á 90. ára afmæli Þróttar í Neskaupstað.

Tilkynnt verður um hvaða héraðssamband hlýtur mótið við setningu Unglingalandsmótsins á Selfossi þann 3. ágúst.

Mynd: Stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri hlusta á fulltrúa Fjarðabyggðar gegnum fjarfund.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ