Launaflsbikarnum: BN efst þegar mótið er hálfnað

Ríkjandi bikarmeistarar, Boltafélag Norðfjarðar, eru í efsta sæti Launaflsbikarsins þegar keppni sumarsins er hálfnuð. Baráttan er hörð og hafa efstu liðin fjögur reitt stig hvert af öðru.

Boltafélagið er með tíu stig úr fjórum leikjum og sautján mörk í plús eftir 12-2 sigur á Þristi. Liðið er hið eina sem er taplaust.

Borgfirðingar eru í öðru sæti með sjö stig en mun lakara markahlutfall. Þeir misstu niður unnin leik gegn Spyrni í síðustu viku þegar þeir fengu á sig mark úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Hrafnkell/Neisti er í þriðja sæti með fimm stig. Sunnanmenn eru eina liðið sem náð hefur stigi af BN og það var á Norðfirði. Markamaskínan Dobrycky Norbert skoraði þar jöfnunarmarkið á 95. mínútu.

Spyrnir er í fjórða sæti, einnig með fimm stig en með lakara markahlutfall en Hrafnkell/Neisti.

Í fimmta og síðasta sæti er UMF Þristur, án stiga og 21 mark í mínus.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ