Bjartur 2012: Myndasyrpa
UÍA, Austurför og Fljótsdalshéraðs stóðu fyrir rathlaupinu Bjarti 2012 í nágrenni Sænautasels í Jökuldalsheiði síðustu helgina í júní. Keppnin fór fram í glæsilegu veðri, glaðasólskini, sem reyndar getur reynt á keppendur á langri göngu. Rathlaup eru gríðarlega vinsæl erlendis og njóta vaxandi vinsælda hérlendis en fjöldi erlendra keppenda hefur mætt til leiks í íslenskum rathlaupum.
Markmiðið var að halda fyrsta sólarhringsrathlaupið á Íslandi en þátttaka í þeim flokki var ekki næg. Í flokknum sem gekk um í átta tíma höfðu Glúmarnir getur gegn Rauðhettunum.
Stöðvarnar voru víða í kringum Sænautasel en hugmyndin um staðsetningu hlaupsins byggist meðal annars á heiðabýlunum í Jökuldalsheiði sem njóta nokkurrar vinsælda meðal göngufólks.
Þá var einnig slegið upp fjölskylduratleik þar sem leysa þurfti nokkrar þrautir, meðal annars að mata liðsfélagann blindandi á kókosbollu.
Verkefnið var styrkt úr samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls en skipuleggjendur vonast til að það verði að árvissum viðburði. Fjöldi samstarfsaðila gerðu það mögulegt svo sem Holt og Hæðir, Fjallakaffi í Möðrudal, Sólskógar og Sænautasel.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá svipmyndir frá keppnissvæðinu og úr keppninni sjálfri.