Heiðdís fékk viðurkenningu fyrir góðan leik með landsliðinu

Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti, varð í síðustu viku önnur í röðinni meðal knattspyrnukvenna úr aðildarfélögum UÍA til að spila með íslensku landsliði. Hún fékk viðurkenningu fyrir góðan leik gegn Frökkum á fimmtudag.

Heiðdís spilaði með U-16 ára landsliðinu á Opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi. Heiðdís fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik sinn í gegn Frökkum á fimmtudag. Þar lék hún á hægri kanti í 4-0 tapi.

Heiðdís, sem leikur með meistaraflokki Hattar í A riðli fyrstu deildar kvenna, varð þar með annar UÍA-leikmaðurinn til að spila með einu af íslensku kvennalandsliðunum. Fyrst til þess varð Jónína Guðjónsdóttir, Þrótti Neskaupstað, sem árið 1992 lék tvo U-17 ára landsleiki.

Rétt er að geta þess að fleiri austfirskar stúlkur hafa leikið með íslensku landsliðunum. Þær voru hins vegar ekki á mála hjá aðildarfélögum UÍA þegar þær voru valdar í landsliðsverkefni.

Má þar nefna Heru Ármannsdóttur frá Egilsstöðum sem spilaði A-landsleik árið 1994 en spilaði þá með Val. Þá á Petra Lind Sigurðardóttir, markvörður Fjarðabyggðar/Leiknis, á að baki leik með U-19 ára landsliðnu undir merkjum Þórs á Akureyri.

Mynd: Heiðdís, lengst til vinstri, með viðurkenninguna. (c) KSÍ

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ