Sumarhátíð 2012: Íþróttahátíð Spretts Sporlanga

Hreindýrið hjartastóra, Sprettur Sporlangi, stendur fyrir sinni eigin íþróttahátíð á Sumarhátíð UÍA 2012. Hátíðin verður á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00 á laugardag. Þar verður keppt í nokkrum óhefðbundnum íþróttagreinum auk þess sem Sprettur býður gestum upp á tertu til að þakka frábærar viðtökur fyrsta ár hans sem lukkudýrs UÍA.

Bocciakeppni Sumarhátíðar verður hluti af íþróttahátíðinni en hún er öllum opin, líka klaufdýrum.

Keppt verður í starfshlaupi sem er stutt þrautabraut með fjölbreyttum úrlausnarefnum undir stjórn Sigurðar Aðalsteinssonar, starfsíþróttasérfræðings UÍA.

Stefán Bogi Sveinsson stýrir fáránleikum en þar verður keppt í þróttagreinum sem seint verða ólympíugreinar.

Taek-won-doe deild Hattar verður með sýningu á nokkrum brögðum, sýnir léttan bardaga og svo er aldrei að vita nema spýtur verði brotnar með óhefðbudnum hætti.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ