Ellefu fengu styrki úr Spretti
Ellefu einstaklingar og íþróttafélög á Austurlandi fengu nýverið styrki upp á samtals 450 þúsund krónur úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls.
Úthlutað er 150.000 krónum í þremur flokkum, iðkendastyrkjum, þjálfarastyrkjum og félagastyrkjum. Ekki var úthlutað afreksstyrkjum að þessu sinni. Þeir verða framvegis afgreiddir við haustúthlutun. Aðeins ein umsókn um slíkan styrk barst að þessu sinni. Annars bárust 36 umsóknir, sextán um iðkendastyrki, sex um þjálfarastyrki og þrettán um félagastyrki.
Sjálfstæð úthlutunarnefnd fer yfir styrkina og úthlutar þeim. Hana skipa tveir fulltrúar frá UÍA og tveir frá Alcoa.
Úthlutunin fór fram samhliða Meistaramóti UÍA í sundi sem að þessu sinni var haldið á Eskifirði.
Eftirtaldir fengu styrki:
Iðkendastyrkir:
Daði Þór Jóhannsson, Leikni, 50.000 kr.
Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti, 50.000 kr.
Heiða Elísabet Gunnardóttir, Þrótti, 25.000 kr.
Hekla Liv Maríasdóttir, Þrótti, 25.000 kr.
Þjálfarastyrkir
Blakdeild Þróttar, strandblaksnámskeið, 50.000 kr.
Knattspyrnudeild Þróttar, menntun þjálfara, 50.000 kr.
Fimleikadeild Hattar, menntunnar þjálfara, 50.000 kr.
Félagastyrkir
Taekwondodeild Hattar, stofnun deildar, 50.000 kr.
START, námskeið í mótorkrossi fyrir börn og unglinga 50.000 kr.
Frjálsíþróttadeild Hattar, frjálsíþróttanámskeið fyrir tíu ára og yngri, 25.000 kr.
Sunddeild Þróttar, sundskóli fyrir fimm og sex ára gömul börn, 25.000 kr.