Á sjöunda hundrað hljóp í kvennahlaupinu

Á sjöunda hundrað kvenna tók þátt í Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ á Austurlandi á laugardag. Flestar voru á Egilsstöðum og í Neskaupstað.

Um 150 konur hlupu á hvorum stað fyrir sig. Á Seyðisfirði voru 33 konur, 26 á Djúpavogi og 24 á Stöðvarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ÍSÍ má áætla að alls um 640 konur hafi tekið þátt í hlaupinu á sambandssvæði UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ