Frjálsíþróttaskólinn hafinn: Fyrsti dagurinn kryddaður með skylmingnum og júdói

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum eftir hádegið í gær. Að þessu sinni taka 22 krakkar af öllu Austurlandi þátt í skólanum.

 

Aldrei hafa fleiri mætt í skólann sem UÍA hefur haldið frá árinu 2008. Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra er skólastjóri og stýrir flestum æfingum en ýmsir koma henni til aðstoðar. Þannig var Heiður Vigfúsdóttir til aðstoðar á spretthlaupsæfingu í gær.

Þótt skólinn beri frjálsíþróttanafnið hefur UÍA ávallt lagt áherslu á að kynna fleiri íþróttagreinar í skólanum sem stendur í viku. Í gær kenndu íþróttakennararnir Árni Ólason og Alda Jónsdóttir nemendunum grunnatriðin í júdói og skylmingum.

Fyrsta grein skólans að þessu sinni var samt langstökk. Stökkin voru mynduð og farið yfir upptökurnar á tæknifundi eftir kvöldmat.

Einnig er hægt að fylgjast með tíðindum úr skólanum á Twitter.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ