Fjölbreyttur Frjálsíþróttaskóli framundan
Þátttakendur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum í næstu viku, eiga von á fjöri og fjölbreytni. Auk ótal frjálsíþróttaæfinga, fá nemendur skólans kynningar á hinum ýmsu íþróttum s.s. skylmingum, júdó, boccia og fimleikum. Farið verður á hestbak, í bátsferð, cross camp og sitt hvað fleira.
Enn er opið fyrir skráningar í skólann á heimasíðu hans. Skólinn er ætlaður þátttakendum á aldrinum 11-18 ára og stendur frá hádegi á mánudeginum 11. júní til hádegis á föstudeginum 15. júní. Nemendur gista saman í Félagsmiðstöðinni Nýjung. Þátttökugjöld er 17.000 kr.
Nánari upplýsingar um skólann veitir skrifstofa UÍA.