Maraþonboðhlaup FRÍ í dag

 

Frjálsíþróttasamband Íslands stendur í dag fyrir Maraþonboðhlaupi á fjórum stöðum á landinu. Meðal annars verður hlaupið á Fljótsdalshéraði þar sem frjálsíþróttaráð UÍA sér um hlaupið. Markmiðið er að safna fé til styrktar ólympíuförum FRÍ.

 

Hlaupinn verður 7x3 km hringur (samtals 21 km) og það geta verið allt að sjö manns í liði. Hver liðsmaður verður að hlaupa a.m.k. 3 km en einnig er hægt að vera einn í „liði“ og hlaupa alla 21 kílómetrana.

Á Héraði verður hlaupinn svokallaður Hitaveituhringur. Byrjað verður við Tunguvegamótin, hlaupið eftir Tunguveginum, upp að græna hitaveitutanknum, niður að Herði og aftur að vegamótunum. Ræsing er stundvíslega kl. 18:00.

Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, formaður frjálsíþróttaráðs í síma 867-3225.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ