Skógarskokk Þristar
Hið árlega Skógarskokk UMF Þristar fór fram í Hallormsstaðaskógi síðastliðinn föstudag, í blíðskapar veðri. Keppendur í 1.-4. bekk hlupu 1,5 km og keppendur á mið- og unglingastigum hlupu 3 km hring í gegnum skóginn. Þátttaka var góð enda gaman að hlaupa í skóginum á fallegum vordegi sem þessum.
Sigurvegarar á yngsta stig voru Sonja Eir Fannarsdóttir og Þorsteinn Ivan Bjarkason, á miðstig sigraði Hjálmar Óli Jóhannsson í drengjaflokki og Eydís Hildur Jóhannsdóttir og Sigurlaug Þórsdóttir komu fyrstar og jafnar í mark af stúlkum. Á unglingastig voru spretthörðust þau Mikael Máni Freysson og Hjördís Sveinsdóttir.
Á myndinni hér til hliðar má sjá sigurvegara Skógarskokksins 2012. Myndina tók Bergrún Þorsteinsdóttir.