Skráning hafin á Æskulýðsdaga Blæs

Hestamannafélagið Blær heldur sína árlegu æskulýðsdaga á Kirkjubólseyrum dagana 8.-10. júní. Kennari verður Helga Rósa Pálsdóttir.

Allir krakkar að 18 ára aldri sem geta útvegað sér reiðskjóta eru velkomnir. Dagskráin hefst föstudaginn 8. júní kl 10:00 við félagshús Blæs með setningu æskulýðsdaga og þá eiga allir að vera mættir með hestana sína inn á félagssvæði.
Nauðsynlegt er að foreldri eða fullorðinn forráðamaður fylgi ungum og/eða óreyndum knöpum.

Á æskulýðsdögum dvelja þátttakendur á félagssvæðinu allan tímann og gista í tjöldum ef veður leyfir en annars í félagshúsinu. Ekki þarf að taka með sér nesti og þátttaka er ókeypis. Ýmislegt skemmtilegt verður á dagskrá með hestamennskunni, farið verður í sund, ýmiskonar hópastarf, óvissuferð, grillað,  haldnar kvöldvökur og fleira.


Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Helgu Rósu í síma 865-4247. Í skráningu þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn reiðskjóta. Nánari dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins www.123.is/blaer þegar nær dregur.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 4. júní.


Æskulýðsnefnd Blæs

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ