Hjólafærninámskeið á Egilsstöðum
Í samvinnu við Hjólað í vinnuna kemur Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni á Íslandi og dásamar hjólreiðar frá A - Ö fyrir íbúum Fljótdalshéraðs 16. maí nk. kl. 17.00 – 19:00 í Hlymsdölum. Viðhorf til hjólreiða og lausnir, þátttaka á hjólinu sem ökutæki í almennri umferð með samvinnu að lykilorði eru meðal efnis.
Eftir fyrirlesturinn verður farið í stillingar á stelli og hjálmum, pumpað og smurt og að lokum farið í stuttan hjólatúr um götur bæjarins.
Aðilar frá versluninni Skógum verða á staðnum og aðstoða við stillingar á hjólum. Skráningar skal senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 514 – 4000. Allar nánari upplýsingar veita This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.