Firmakeppni og afmæli hjá Freyfaxa
Hestamannafélagið Freyfaxi fangaði 60 ára afmæli sínu með pompi og prakt 1. maí síðastliðinn.
Afmælisdagurinn hófst með Firmakeppni á Stekkhólma.
Sól og blíða gerði daginn skemmtilegan bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur.
Að keppni lokinni var haldið að Iðavöllum þar sem veisluborði með m.a. stórri afmælistertu frá Fellabakaríi og ýmsum öðru góðgæti voru gerð góð skil.
Stefán Sveinsson hélt tölu um sögu félagsins og Pétur Behrens flutti pistil um hestamennsku á svæðinu í nútíð og framtíð.
Auk þess sem boðið var uppá myndasýningu af stofnfélögum og ýmsum atburðum í félaginu gegnum tíðina.
Úrslit Firmakeppninnar og myndir frá deginum má finna hér á heimasíðu Freyfaxa.
UÍA óskar Freyfaxa innilega til hamingju með áfangann.