Skráning hafin á Landsmót 50+

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið í Mosfellsbæ 8.-10. júní. Skráning er hafin og allt stefnir í góða þátttöku og skemmtilegt mót.

Keppnisgreinar eru afar fjölbreyttar en boðið er uppá keppni í badmintoni, blaki, boccia, brinds, frjálsum íþróttum, golfi, götuhlaupi, hestaíþróttum, knattspyrnu, kraftlyftingum, leikfimi dansi, línudansi, pútti, ringó, skák, sundi, starfsíþróttum, strandblaki og þríþraut. Auk þessa verður boðið upp á ýmiskonar fræðslu og afþreyingu.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu þess.

UÍA vill gjarnan eiga myndarlegan hóp keppenda á mótinu og gaman væri að fá upplýsingar frá þeim sem stefna á þátttöku, annað hvort á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ