Hjólað í vinnuna er hafið
Hjólað í vinnuna hófst í morgunn og stendur til 29. maí. Það hafa því vonandi sem flestir pumpað í dekk, smurt keðjur, fægt bjöllur, girt buxurnar ofan í sokkana og geysts hjólandi til vinnu í morgunn.
Keppnin fagnar 10 ára afmæli í ár og er bryddað upp á nokkrum nýjungum, auk þess sem ýmiskonar leikir og happdrætti eru í tengslum við verkefnið. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér á heimsíðu hennar. Þar er einnig hægt að skrá lið til keppni.
Skrifstofa UÍA er að sjálfsögðu með lið í keppnni og byrjaði af krafti í morgunn þegar framkvæmdastýra sambandsins hljóp til vinnu um 18 km. Það er þó ljóst að liðið mun leggja megin áherslu á hjólreiðar, enda full þörf á að liðka hjólin fyrir sumarið. Í sumar stendur UÍA ásamt Austurför og Fljótsdalshéraði fyrir hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn, umhverfis Lagarfljót. Keppnin fer fram á Ormsteiti 12. ágúst og verða tvær leiðir í boði annars vegar: Hörkutólahringurinn 103 km og Umhverfis orminn langa 70 km, en á þeirri leið verður einnig boðið uppá liðakeppni. Nánari upplýsingar um keppnina munu birtast á hér á síðunni innan skamms.