Úrslit ráðin í Skólaþríþraut FRÍ

Úrslitakeppni Skólaþríþrautar FRÍ fór fram laugardaginn 5. maí síðastliðinn í Laugardalshöll. Keppt var í hástökki, 60 m hlaupi og kúluvarpi.
Mótið gekk vel en keppendur voru 73 talsins frá 19 skólum af landinu. Alls unnu 16 krakkar frá Austurlandi sér þátttökurétt í úrslitakeppninni, níu þeirra nýtu sér það og mættu til leiks.
Öll stóðu þau sig með sóma, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir Nesskóla varð önnur í 60 m hlaupi og Daði Þór Jóhannsson varð þriðji í 60 m hlaupi.
Í keppni um stigahæsta skólann fór Lindaskóli mikinn og sigraði í flokki stelpna í 6. og 7. bekk og pilta í 7. bekk. Sunnulækjarskóli sigraði í flokki 6. bekkjar pilta.
Heildarúrslit keppninnar má sjá hér í mótaforriti FRÍ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ