Vormót FSÍ á Egilsstöðum

Þann 12.-13. maí næstkomandi mun fimleikadeild Hattar vera með Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum.

 

Það er mikill heiður að fá að halda stórt mót á vegum Fimleikasambands Íslands og viðurkenning fyrir það starf sem fram fer hjá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.

Fimleikadeild Hattar á von á 570 keppendum alls staðar af landinu. Keppt verður í fjórum flokkum á mótinu:  5 flokkur ( 9-12 ára ) 4 flokkur ( 12-14 ára ) 3 flokkur ( 15-18 ára ) opinn flokkur ( 18 ára og eldri ).

Fimleikadeild Hattar hvetur alla sem hafa áhuga á fimleikum að koma og horfa á skemmtilega íþrótt þessa helgi og hvetja sitt fólk.

Upplýsingar um tímasetningar á mótinu er að finna á heimasíðunni http://hottur.is/index.php/fimleikar

Aðgangseyrir á mótið er 600 kr fyrir 16 ára og eldri.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ