Fimleikastúlka frá Hetti valin í landsliðsúrtak í flokki 13-17 ára

Valdís Ellen Kristjánsdóttir 16 ára fimleikakona frá Hetti var nýverið valin í 50 manna úrtakshóp 13-17 ára fyrir landslið Íslands í fimleikum.

 

Í vetur var opin landsliðsæfing fyrir þá sem gáfu kost á sér í landsliðsverkefni hópfimleika á vegum Fimleiksambands Íslands árið 2012.
Sendar voru út kröfur til fimleikafélaga sem iðkendur þurftu að uppfylla til að geta farið á æfinguna.  Að þessu sinni fór einn iðkandi frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum,  Valdís Ellen Kristjánsdóttir fædd 1996.  Í kjölfarið var Valdís valin í 50 manna hóp sem æfir saman fram í september n.k en þá verða valdir 28 einstaklingar sem skipa tvö landslið í flokki 13-17 ára.  Annars vegar kvennalið og hins vegar mix lið.  Valdís Ellen er fyrsta fimleikakonan á Austurlandi til að ná þessum árangri og er markmið hennar að komast í 28 manna hópinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ