Á ég að segja þér sögu? Farandnámskeið í frásagnarlist á Egilsstöðum

Á morgun þann 4. maí verður boðið uppá námskeiðið ,,Á ég að segja þér sögu?" á skrifstofu UÍA Tjarnarási 6 og hefst það kl 16:00 og stendur til 18:00. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum 11-16 ára og þátttakendum að kostnaðarlausu.

UÍA heldur námskeiðið með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Menningarráði Austurlands og hefur það flakkað viða um Austurland nú í vetur.

Markmið námskeiðsins er að kenna börnum og unglingum á aldrinum 11-16 ára grunnatriði í frásagnarlist, vekja áhuga þeirra á sagnaforminu og styrkja þau í að tala fyrir framan áhorfendur.

Á námskeiðinu verður farið í helstu þætti frásagnarlistar, þátttakendum sagðar sögur og þeim leyft að spreyta sig í sagnaflutningi , einnig verður námskeiðið brotið upp með leikjum og æfingum ýmiskonar.

Berglind Agnarsdóttir hjá Sögubroti kennir á námskeiðinu en hún hefur starfað sem sagnaþulur í u.þ.b. 20 ár. Berglind hefur sótt námskeið í frásagnalist til: Skotlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur auk þess að hafa kennt á fjölda mörgum námskeiðum sjálf. Þá hefur hún komið fram á sagnahátíðum víða um heim og ber titilinn "besti saganmaður Íslands 2011".

Skráningar fara fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 4711353.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ