Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins 6. maí

Í vetur hefur körfuboltaráð UÍA staðið yfir æsilegri utandeildarkeppni í körfubolta undir nafninu Bólholtsbikarinn og er það annað árið í röð sem keppnin er haldin. Sex lið, frá Austra, Ásnum/SE, Einherja, Samyrkjafélags Eiðaþinghár, Sérdeildarinnar, Neista og ME hafa att kappi og á sunnudaginn 6. maí verður sannkölluð Úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins í körfubolta fer fram á sunnudaginn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þar eigast við fjögur stigahæstu lið keppninnar við; Einherji, Neisti, Sérdeildinn og ME.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:
9.30-12.30 Undanúrslitaleikir 1 og 2.
13.30 Bronsviðureign.
15.00 Spurningakeppnin Skotið úr í loftið, undir styrkri stjórn Stefáns Boga Útsvarsjöfurs.
15.30 Úrslitaleikur.
17.00 Meistarar krýndir.

Frítt inn og allir velkomnir.

Lið Sérdeildarinnar sigraði keppnina í fyrra og ljóst er af leik þeirra í vetur að þá langar að hefja bikarinn góða aftur á loft á sunnudaginn. Það verður þó spennandi að sjá hvort svo fer, eða hvort tiltillinn rati annað.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ