Krakkar frá SKÍS léku á alls oddi á Andrésarleikum
Skíðafélagið í Stafdal sendi 36 keppendur á Andrésarleikana og stóðu sig allir keppendur með stakri prýði en aldrei hafa jafn mörg verðlaun skilað sér til SKIS.
Mótið gekk vel og var skemmtilegt í alla staði. Veðrið var yndislegt alla dagana, mjög stillt, hóflega kalt og sólin lét sjá sig einstöku sinnum og voru aðstæður í Hlíðarfjalli með besta móti.
Keppendunum fylgdu fjölmörg systkini, foreldrar og aðrir forráðamenn og var meðal annars gaman að sjá þónokkurn hóp velunnara skíðafélagsins sem ekki eiga lengur keppendur á Andrés, en mæta samt.
Sérstaklega var gaman að sjá að keppendur skíðafélagsins skiluðu sér mjög vel niður brautirnar í keppnunum og var lítið um byltur. Keppendur SKIS hafa aldrei komið heim með fleiri verðlaun en í ár, því alls komu 14 verðlaun austur og þar af einn Andrésartitill og er það fyrsti Andrésartitillinn sem vinnst síðan skíðafélagið í Stafdal var stofnað.
Eftirfarandi keppendur komust á verðlaunapall:
Stjörnuflokkur María 3. sæti
Stórsvig 14 ára drengir Eiríkur Ingi 5. sæti
Svig 14 ára drengir Eiríkur Ingi 4.sæti
Svig 12 ára drengir Aron Steinn 6. sæti
Stórsvig 12 ára drengir Aron Steinn 2. sæti
Stórsvig 12 ára drengir Sigurður Orri 6. sæti
Stórsvig 10 ára drengir Hinrik Logi 6. sæti
Stórsvig 10 ára stúlkur Embla Rán 2. sæti
Svig 10 ára stúlkur Embla Rán 2. sæti
Stórsvig 9 ára stúlkur Elísa Maren 4. sæti
Svig 9 ára stúlkur Elísa Maren 5. sæti
Stórsvig 7 ára drengir Daníel Freyr 5. sæti
Stórsvig 7 ára stúlkur Rósey 1. sæti
Stórsvig 7 ára stúlkur Jóhanna Lilja 2. Sæti
Stjórn SKÍS þakkar öllum keppendum, þjálfurum, foreldrum og öðrum sem lögðu hönd á plóginn fyrir frábæra Andrésarleika.