Kaffihúsaskákmót KAABER og UMF Þristar
UMF Þristur stóð fyrir sínu árlega Kaffihúsaskákmóti í samstarfi við KAABER í gær.
Keppt var í flokkum 7-9 ára, 10-13 ára, 14-16 ára og 17 ára og eldri.
Til leiks mættu 22 keppendur. Sjö keppendur mættu á aldrinum 7 - 9 ára, sex 10 -13 ára, þrír 13 – 16 ára, þrír 14 – 16 ára og sex í flokki 17 ára og eldri.
Allir keppendur í 7 – 9 ára flokki fengu viðurkenningu fyrir þáttöku í mótinu.
Sigurvegara í flokki 10 – 13 ára voru: 1. Ágúst Már þórðarson. 2. Hjálmar Óli Þorvarðarson. 3. Wiktor Tomasz Tómasson.
Sigurvegara í flokki 14 – 16 ára voru: 1. Mikael Máni Freysson, í hans hlut kom líka farandbikar sem stigahæsti einstaklingur í flokki 16 ára og yngri . 2. Ágúst Jóhann Ágústsson. 3. Jónas Bragi Hallgrímsson.
Sigurvegara í flokki 17 ára og eldri voru: 1. Magnús Valgeirsson, í hans hlut kom líka farandbikar sem stigahæsti einstaklingur í flokki 17 ára og eldri. 2. Guðmundur Ingvi Jóhannsson. 3. Viðar Jónsson.
Ungmennafélagið Þristur þakkar öllum þátttakendum og þeim sem aðstoðuðu við mótið svo og styrktaraðila mótsins Ó. Johnson og KAABER kærlega fyrir aðstoðina.