Afturelding hampar Íslandsmeistaratitlinum í blaki eftir spennandi viðureign við Þrótt

Þróttur beið lægri hlut fyrir Aftureldingu í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki, í æsispennandi leik á Norðfirði um helgina.

 

 

Íþróttahúsið á Norðfirði var smekkfullt af áhorfendum sem studdu okkar stúlkur dyggilega.

Fyrsta hrina leiksins var jöfn og spennandi framan af, en í seinni hluta hennar sigu Þróttarstúlkur samfærandi framúr og sigruðu hrinuna 25-15. Afturelding beit frá sér í næstu hrinu og vann hana 25-15. Þriðja hrina var æsispennandi og jafnt á öllum tölum. Afturelding hafði þó sigur að lokum 27-25. Í fjórðu og síðustu hrinunni leit út fyrir að okkar stúlkur hefðu lagt árar í bát og Aftureldning komst í stöðuna 17-10. Þá tók Þróttur við sér og náði að minnka muninn í 20-17. Aftureldingu tókst þó betur til á lokasprettinum og hafði sigur 25-22 og þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Mynd: Garðar Eðvaldsson.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ