Tveir grunnskólameistaratitlar í glímu austur
Sex þátttakendur kepptu fyrir UÍA á grunnskólamóti í glímu sem fram fór á Ísafirði um helgina. Um 80 keppendur víðsvegar að af landinu tóku þátt. Tveir af keppendum UÍA nældu sér í grunnskólameistaratitli, þau Sveinn Marinó Larsen, 7. bekk og Kristín Embla Guðjónsdóttir, 6. bekk, auk þess sem Bylgja Rún Ólafsdóttir 8. bekk náði 3 sæti.
Aðrir keppendur stóðu sig með mikilli prýði þó ekki kæmust þeir á verðlaunapall að þessu sinni.
Óskum við þessum vösku glímuköppum til hamingju með árangurinn.