Sandfell í Fáskrúðsfirði fjall UÍA 2012

Á Sambandsþingi UÍA síðastliðinn sunnudag var Fjall UÍA 2012, í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið, kosið.

Sandfell í Fáskrúðsfirði hlaut flest atkvæði og mun göngulýsing á fellið birtast í göngubók UMFÍ, Göngum um Ísland sem út kemur á hverju ári.

 

Sandfell er sérstæður bergeitillinn 734 m hár og 600 m þykkur og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.

Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið:
Farið er frá þjóðvegi við brú á Víkurgerðisánni og gengið upp með ánni að utanverðu og áleiðis inn Fleinsdal og síðan beygt til hægri og inn og upp á Sandfell. Gönguleiðin á fjallið er merkt.
Sama leið er gengin til baka. Gangan tekur um 5 klst fram og til baka. Mjög áhugaverður staður og falleg útsýni. Sérstakri Fjölskyldan á fjallið gestabók verður komið fyrir á fellinu með vorinu og allir sem leggja leið sína á toppinn hvattir til að rita nafn sitt í hana. Að hausti er bókin tekin niður og nöfn göngugarpa sett í pott og heppninn þátttakandi dregin út. Ráðgert er að fara í skipulagða UÍAgöngu á fellið þegar sumri fer að halla.

Verður hvoru tveggja auglýst, þegar Fjölskyldan á fjallið gestabókin verður komin á sinn stað sem og skipulögð gönguferð.

Á efri myndinni hér til hliðar má sjá Ágúst Þór Margeirsson fulltrúa Hattar skila inn sínu atkvæði í víðförlan gönguskó.

Á neðri myndinni má sjá Sandfell skarta sínu fegursta á sólríkum sumardegi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ