UÍA hlýtur styrk vegna Gleðigjafa Landflutninga

Á 62. Sambandsþingi UÍA sem fram fór á Brúarási í gær, kom fjöldi góðra gesta og sumir hverjir komu færandi hendi. Helgi Kristinsson verkstjóri Landflutninga á Austurlandi var einn þeirra. Hann færði UÍA styrk sem nemur 311.040 kr, styrkurinn er óskertur ágóði af flutningsgjöldum jólapakka til og frá Austurlandi fyrir síðustu jól. Landflutningar styrkja, með þessum hætti íþróttastarf barna og unglinga víða um land og er UÍA þakklátt fyrir að njóta góðs af því.

Verkefnið ber nafnið Gleðigjafir og ber sannarlega nafn með rentu. Enda mátti sjá gleðina skina úr andliti Spretts sporlanga sem tók við styrknum. Það fór vel á því að afhendi Spretti sporlanga styrkinn, sem eyrnamerktur barna og unglingastarfi UÍA enda hefur Sprettur verið ötull gleðigjafi á því sviði.

UÍA þakkar Landflutningum kærlega fyrir veittan stuðning og Austfirðingum fyrir að hafa verið duglegir að senda Gleðigjafir fyrir jólin en styrkurinn sem UÍA hlaut er næst hæsti Gleðigjafastyrkurinn á landsvísu þetta árið.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ