Helena íþróttamaður UÍA 2011

Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona úr Þrótti var útnefnd íþróttamaður UÍA 2011 á 62. Sambandsþing UÍA sem fram fór í Brúarási í gær.

 

Helena, sem er tvítug að aldri, hefur stundað íþrótt sína af kappi síðastliðin 10 ár. Helena er einn af máttarstólpum í meistaraflokki Þróttar í blaki, sem vann þrefalt á síðasta ári; Íslands-, bikar og deildarmeistaratitil.  Helena hefur spilað með landsliðinu í blaki undanfarin þrjú ár. Var valin í A landslið kvenna á síðustu Smáþjóðarleika, í U 19 ára á Norðurlandamót bæði í blaki og strandblaki. Helena er góð fyrirmynd sem stundar heilbrigt líferni og gefur mikið af sér og er ábyrg og metnaðarfull í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Helena hefur deilt reynslu sinni og þekkingu með yngri blakiðkendum á Norðfirði samhliða því að efla sig sem íþróttamann. Helena var valin íþróttamaður Þróttar og Fjarðabyggðar 2011.

Auk titilsins íþróttamaður UÍA hlaut Helena glæslilegan farand- og eignarbikar og 100.000 kr styrk úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Við óskum Helenu til hamingju með árangurinn og óskum henni áframhaldandi velfarnaðar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ