Málþing um útivist

Ungmennaráð Fjarðabyggðar býður ungmennaráðum á Austurlandi til málþings um útivist í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, mánudaginn 16. apríl milli kl. 17:00 og 19:00. Sérstakur gestur er Bård Meløe, leiðtogi í Vesterålen friluftsråd, en hann er þekktur innan norsku íþróttahreyfingarinnar sem sundkappi og sérstakur áhugamaður um hjólreiðar og fjallamennsku. 
Eftir fundinn býður Fjarðabyggð ungmennaráðunum til kvöldverðar 19:00-20:00 og síðan verður málþingið opnað kl. 20:00 Málþingið er öllum opið eftir kl. 20:00, en þá mun Bård Meløe flytja erindi um gildi útivistar og fjölbreytta útivistarmöguleika. Ungmennaráð Fjarðabyggðar vonar að ungmennaráð Fljótsdalshéraðs og UÍA geti nýtt sér boðið og tekið þátt í málþinginu.

Við hvetjum áhugafólk um útivist að láta þetta ekki framhjá sér fara.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ