Kvennatölt Blæs
Kvennatölt hestamannafélagsins Blæs var haldið í Dalahöllinni Á Neskaupstað laugardaginn 24.mars og tókst vel í alla staði.Mótið er haldið til minningar um Halldóru Jónsdóttur hestakonu frá Neskaupstað.
Að þessu sinni rann allur ágóði af mótinu óskiptur til fjölskyldu þeirra Jóhönnu Smáradóttur og Williams Geirs Þorsteinssonar. Ágóðinn var á formi skráningargjalda og kaffisölu en þar voru frjáls framlög.
Úrslit urðu eftirfarandi:
A-úrslit Einkunn
Nikólína Ósk Rúnarsdóttir Júpiter frá Egilsstaðabæ 7,1
Elísabet Sveinsdóttir Hrammur frá Galtastöðum 6,3
Þuríður Lillý Sigurðardóttir Safír frá Sléttu 6
Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir Vökull frá Tjarnarlandi 5,5
Elísabet Ýrr Steinarsdóttir Hempa frá Efra-Seli 5
B-úrslit
Þuríður Lillý Sigurðardóttir Safír frá Sléttu 5,8
Hrönn Hilmarsdóttir Gola frá Ásholti 5,2
Laufey Sigurðardóttir Skrúfa frá Efri-Miðbæ 4,8
Helga Rósa Pálsdóttir Kristall frá Syðra-Skörðugili hætti
Stúlkur 16 ára og yngri
Guðdís Eiríksdóttir Prins 1.sæti
Elísabet Líf Theódórsd. Saga frá Flögu 2.sæti
Íris Embla Jónsdóttir Stjörnuhófur 3.sæti
María Bóel Guðmundsd. Fasi 4.sæti
Guðrún Harpa Jóhannsd. Vonbjört frá Úlfsstöðum 5.sæti
Frekari fréttir af mótinu og myndir má sjá hér á heimasíðu Blæs.