Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum
Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum, fyrir 11 ára og eldri, fer fram 24. mars kl 13:00 í íþróttahúsinu á Neskaupstað.
Keppt verður í hástökki, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, kúluvarpi og 100 m hlaupi í flokkum stráka og stelpna; 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Keppendur í 6.-7. bekk geta fengið árangur sinn á mótinu skráðan og metinn inn í skólaþríþraut FRÍ.
Keppendur safna stigum fyrir árangur í hverri grein sem lögð vera saman í lok móts. Stigahæsti keppandi í hverjum flokki fær stórt páskaegg í verðlaun.
Allir keppendur fá lítil páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Heppnir þátttakendur fá útdráttarverðlaun. Frítt í sund fyrir keppendur að móti loknu.
Þátttökugjöld 300 kr á keppenda óháð greinafjölda. Skráningar berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.
Allir velkomnir og ekki forsenda að hafa æft frjálsar íþróttir til að geta verið með.