Egilsstaðaskóli sigrar í spennandi Skólahreystikeppni á Austurlandi

Skólar landsins reyna nú með sér í Skólahreysti. Tólf skólar á Austurlandi tóku hressilega á því í áttundi riðili í Skólahreysti MS sem fór fram í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag.

Húsfyllir var af litríkum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja að hvetja og styðja sinn skóla.

Skólarnir 12 sem áttu fulltrúa í keppninni að þessu sinnu voru: Gr.Fáskrúðsfjarðar, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Reykjahlíðarskóli, Vopnafjarðarskóli, Gr.Reyðarfjarðar,Gr.Hornafjarðar,Gr, í Breiðdalshreppi,Nesskóli,Seyðisfjarðarskóli,Gr.á Eskifirði og Gr.Djúpavogs.

Þessi riðill var sterkur og spennan gríðarleg fram á síðustu sekúntu, þegar Egilsstaðaskóli náði að skríða fram úr Gr. Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðaskóla, eftir þýðingarmikinn sigur þeirra fyrst nefndu í hraðabrautinni.

Upphífingar sigraði Arnar Sær Karvelsson úr Gr.Fáskrúðsfjarðar og tók hann heil 46 stk. Hann sigraði einnig dýfur þar sem hann tók 37 stk.

Flestar armbeygjur tók Hekla Liv Maríasdóttir úr Nesskóla , náði hún 42 stk.

Staðan í mótinu eftir tvær greinar, upphífingar og armbeygjur var þannig að Gr.Fáskrúðsfjarðar var þá í fyrsta sæti með 23 stig, Egilsstaðaskóli með 19 stig og Vopnafjarðarskóli með 17.5 stig.


Hreystigreipina sigraði Arna Ormarsdóttir úr Gr.Reyðarfjarðar. Hékk hún í 3.36 mín.

Staðan eftir fjórar greinar var sú að Gr.Fáskrúðsfjarðar var enn í fyrsta sæti með 39 stig, Vopnafjarðarskóli með 36,5 stig og Egilsstaðaskóli í því þriðja, hálfu stigi á eftir Vopnafjarðarskóla.

Þá var hraðaþrautin eftir sem gefur tvöföld stig. Fyrsta sætið gefur 24 stig, annað sætið 22 stig og svo koll af kolli. Þar dróg til tíðinda og úrslit réðust.

Hraðaþrautina fóru hraðast þau Heiðdís Sigurjónsdóttir og Helgi Snær Gestsson í Egilsstaðaskóla. Þau fóru á tímanum 2.28 mínútur og tryggðu Egilsstaðaskóla þar með sigur í heildarstigakeppninni með 60 stig og þar með þátttökurétt í úrslitum 26.apríl.

Gr.Fáskrúðsfjarðar varð í fjórða sæti í hraðaþrautinni og urðu þar með af sigursætinu og höfnuðu í þriðja sætinu í heildarstigakeppni mótsins með 57 stig.  Vopnafjarðarskóli varð annar í hraðabrautinni og missti þar Egilsstaðaskóla upp fyrir sig í stigum. Vopnfirðingar urðu því að sætta sig við annað sæti í heildarstigakeppninni með 58,5 stig.

Heildarúrslit Austurlandsriðilsins má finna og myndir á heimasíðu Skólahreystis.

Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu Skólahreystis, skolahreysti.is

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok