Bikarúrslit í blaki og undanúrslit í körfu um helgina

 

Blaklið Þróttar og körfuknattleikslið Hattar standa í ströngu um helgina. Blakliðið tekur þátt í úrslitum bikarkeppninnar en körfuknattleiksliðið mætir Skallagrími tvisvar í undanúrslitum 1. deildar karla.

 

Þróttur mætir Eik í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll klukkan 12:00 á morgun. Þróttur verður að teljast sigurstranglegra liðið gegn Akureyrarliðinu sem komst verulega óvænt í undanúrslitin. Sigurvegarinn mætir síðan HK eða Aftureldingu í úrslitaleik sem hefst 13.30 á sunnudag. Þróttur er ríkjandi bikarmeistari.

Höttur heimsækir Skallagrím í Borgarnes í kvöld í leik sem hefst klukkan 19:15. Liðin mætast síðan aftur á Egilsstöðum á sunnudag klukkan 18:00. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og skipt með sér sigrum. Komi til oddaleiks verður hann í Borgarnesi eftir helgi.

Leikið verður í Lengjubikar karla í knattspyrnu um helgina. Fjarðabyggð og Leiknir mætast í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 20:00 í kvöld og á morgun klukkan 14:00 tekur Höttur þar á móti Fjölni.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ