Blaklið Þróttar blandar sér í toppbaráttuna

 

Þróttur Neskaupstað náði fjórða sætinu í 1. deild kvenna í blaki, sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni, þegar liðið lagði Ými í síðasta heimaleik leiktíðarinnar á laugardag.

Þróttur sigraði allar hrinurnar þrjár en leikurinn var engu að síður spennandi og oft mjótt á munum.

 

Í liði Þróttar Nes var Lilja Einarsdóttir atkvæðamest með 12 stig en Hulda Elma Eysteinsdóttir gerði 11 stig. Í liði Ýmis var Birna Hallsdóttir stigahæst með 4 stig.

Með sigrinum komst Þróttur upp fyrir Ými í baráttunni um fjórða sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið er með fimmtán stig í fjórða sæti, stigi á eftir Þrótti Reykjavík en tveimur stigum á undan Ými. Afturelding og HK eru langefst í deildinni.

Þróttarliðið spilar gegn Eik í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á laugardag en úrslitin fara fram á sunnudag. Liðið á tvo deildarleiki eftir, gegn HK og Þrótti Reykjavík.

Áfram Þróttur.

Frekari fréttir af leiknum má sjá hér á heimasíðu agl.is

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ