Skíðafólk á ferð og flugi

Um þessar mundir er mikið um að vera hjá skíðaköppum á öllum aldri og fjöldi móta í boði víðsvegar um land. Austfirskt skíðafólk er því á ferð og flugi þessa dagana.

Næstu helgi sækja skíðakappar, frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, nágrana sína í Mývetningi heim og taka þátt í Kröflumótinu sem nú er haldið í fyrsta skipti. Mótið er ætlað 9-12 ára og verður þar ýmislegt skemmtilegt á dagskrá auk hefðbundinnar skíðakeppni.

Meistaramót 11-12 ára fer fram í Bláfjöllum 10.-11. mars. Þar munu austfirskir skíðakrakkar mæta til leiks og spreyta sig meðal keppenda hvaðanæfa að af landinu. Á sama tíma verður í nógu að snúast hér heima því þá fer fram Bikarmót 13-14 ára í Oddskarði og má þar búast við skemmtilegri keppni.

Við óskum skíðafólkinu okkar góðs gengis um helgina og vonum að veðurguðirnir sýni því sínar bestu hliðar, hvar sem það verður statt á landinu.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ