Skíðafólk á ferð og flugi

Um þessar mundir er mikið um að vera hjá skíðaköppum á öllum aldri og fjöldi móta í boði víðsvegar um land. Austfirskt skíðafólk er því á ferð og flugi þessa dagana.

Næstu helgi sækja skíðakappar, frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, nágrana sína í Mývetningi heim og taka þátt í Kröflumótinu sem nú er haldið í fyrsta skipti. Mótið er ætlað 9-12 ára og verður þar ýmislegt skemmtilegt á dagskrá auk hefðbundinnar skíðakeppni.

Meistaramót 11-12 ára fer fram í Bláfjöllum 10.-11. mars. Þar munu austfirskir skíðakrakkar mæta til leiks og spreyta sig meðal keppenda hvaðanæfa að af landinu. Á sama tíma verður í nógu að snúast hér heima því þá fer fram Bikarmót 13-14 ára í Oddskarði og má þar búast við skemmtilegri keppni.

Við óskum skíðafólkinu okkar góðs gengis um helgina og vonum að veðurguðirnir sýni því sínar bestu hliðar, hvar sem það verður statt á landinu.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok