Sigursælir sundkrakkar íþróttamenn Neista
Aðalfundur Neista var haldinn 26. febrúar í Löngubúð. Fundurinn var góður þó mæting foreldra á fundinn hefði mátt vera betri. Á fundinum kom fram að mikill kraftur er í starfi félagsins og nánast öll börn (6-16 ára) á staðnum taka þátt í starfi á vegum Neista.
Á aðalfundi Neista voru þau börn verðlaunuð sem höfðu staðið sig sérstaklega vel á síðastliðnu ári. Venja er fyrir því að veita verðlaun fyrir mestu framfarir í sundi og fótbolta, sund-Neistann, fótbolta-Neistann og Íþróttamaður ársins.
Að þessu sinni fengu eftirfarandi verðlaun:
Sund-Neistinn: Ásmundur Ólafsson
Mestu framfarir í sundi: Ísak Elísson
Fótbolta-Neistinn: Kristófer Dan Stefánsson
Mestu framfarir í fótbolta: Þór Albertsson
Bikarinn fyrir íþróttamann ársins fengu krakkarnir í sunddeild Neista, sem þriðja árið í röð stóðu sig eins og hetjur og unnu öll mót sem þau fóru á.
Fyrir aðalfundinn var ljóst að mikil mannaskipti þyrftu að eiga sér stað í stjórn og ráðum félagsins. Út úr stjórn gengu: Sóley Dögg Birgisdóttir, Klara Bjarnadóttir, Hlíf Herbjörnsdóttir og Albert Jensson.
Í nýja stjórn Neista voru kosin: Kristborg Ásta Reynisdóttir, Ester Sigurásta Sigurðardóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Pálmi Fannar Smárason og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.
Í nýtt sundráð voru kosin: Snjólfur Gunnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Dröfn Freysdóttir.
Yngriflokkaráð á eftir að fullskipa og eru þeir sem áhuga hafa á fótboltaiðkunn barnanna beðnir um að gefa sig fram við nýja stjórn eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
UÍA vill þakka fráfarandi stjórn fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar nýrri stjórn velfarnaðar og hlakkar til samstarfs við hana.
Á myndinni hér til hliðar má sjá íþróttamenn Neista árið 2011 þ.e. krakkana sigursælu í sunddeild félagsins.