Sigursælir sundkrakkar íþróttamenn Neista

Aðalfundur Neista var haldinn 26. febrúar í Löngubúð. Fundurinn var góður þó mæting foreldra á fundinn hefði mátt vera betri. Á fundinum kom fram að mikill kraftur er í starfi félagsins og nánast öll börn (6-16 ára) á staðnum taka þátt í starfi á vegum Neista.

Á aðalfundi Neista voru þau börn verðlaunuð sem höfðu staðið sig sérstaklega vel á síðastliðnu ári. Venja er fyrir því að veita verðlaun fyrir mestu framfarir í sundi og fótbolta, sund-Neistann, fótbolta-Neistann og Íþróttamaður ársins.

Að þessu sinni fengu eftirfarandi verðlaun:
Sund-Neistinn: Ásmundur Ólafsson
Mestu framfarir í sundi: Ísak Elísson
Fótbolta-Neistinn: Kristófer Dan Stefánsson
Mestu framfarir í fótbolta: Þór Albertsson
Bikarinn fyrir íþróttamann ársins fengu krakkarnir í sunddeild Neista, sem þriðja árið í röð stóðu sig eins og hetjur og unnu öll mót sem þau fóru á. 

Fyrir aðalfundinn var ljóst að mikil mannaskipti þyrftu að eiga sér stað í stjórn og ráðum félagsins. Út úr stjórn gengu: Sóley Dögg Birgisdóttir, Klara Bjarnadóttir, Hlíf Herbjörnsdóttir og Albert Jensson.

Í nýja stjórn Neista voru kosin: Kristborg Ásta Reynisdóttir, Ester Sigurásta Sigurðardóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Pálmi Fannar Smárason og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.

Í nýtt sundráð voru kosin: Snjólfur Gunnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Dröfn Freysdóttir.

Yngriflokkaráð á eftir að fullskipa og eru þeir sem áhuga hafa á fótboltaiðkunn barnanna beðnir um að gefa sig fram við nýja stjórn eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

UÍA vill þakka fráfarandi stjórn fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar nýrri stjórn velfarnaðar og hlakkar til samstarfs við hana.

Á myndinni hér til hliðar má sjá íþróttamenn Neista árið 2011 þ.e. krakkana sigursælu í sunddeild félagsins.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok