Gnótt bronsa og brosa á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll síðustu helgi. 363 keppendur frá 19 félögum viðsvegar að af landinu áttust þar við.

UÍA átti 12 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig með prýði, jafnt innan vallar sem utan. Allir UÍA keppendur bættu árangur sinn, fimm verðlaun skiluðu sér austur og margoft átti UÍA fulltrúa í úrslitum en þangað rata átta hlutskörpustu.

 

Nokkrir okkar keppenda voru að keppa á sínu fyrsta stórmóti, Halla Helgadóttir var þar á meðal en enga bilbug var á henni að finna og sópaði hún að sér verðlaunum í flokki 11 ára stúlkna.  Halla varð önnur í 800 m hlaupi á tímanum 2,51,08 mín, þriðja í langstökki með stökk upp á 4,06 m og í hástökki þar sem hún fór yfir 1,21 m. Daði Þór Jóhannsson hafnaði í þriðja sæti í 800 m hlaupi í flokki 12 ára pilta á tímanum 2,42,44 mín. Boðhlaupssveit UÍA nældi sér í brons í 4x200 m boðhlaupi í flokki 14 ára pilta.

Ferðin gekk vel og var góð stemming í hópnum, Lovísa Hreinsdóttir og Hildur Bergsdóttir voru þjálfarar hópsins og voru þær að vonum sáttar við sitt fólk.

Heildarúrslit mótsins má finna hér á heimasíðu FRÍ og svipmyndir af keppendum UÍA má finna hér í myndasafni UÍA.

Á myndunum hér til hliðar má sjá Höllu Helgadóttur á flugi í langstökki og bronsboðhlaupssveit UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok