Námskeið fyrir fararstjóra 5. og 6. mars

 

ÍSÍ heldur í samstarfi við UÍA námskeið, fyrir fararstjóra hér eystra dagana 5.-6. mars.

Mánudaginn 5. mars verður námskeið á Fljótsdalshéraði, á skrifstofu UÍA, Tjarnarási 6 og þriðjudaginn 6. mars í Fjarðabyggð, í Austrahúsinu, Strandgögu 41 á Eskifirði. Bæði námskeiðin hefjast kl 17:30 og standa til 19:30, og eru þau aðildarfélögum UÍA að kostnaðarlausu.

Gústaf Adolfsson sér um fræðsluna og mun meðal annars fara yfir hlutverk fararstjóra í ferðum innanlands og utan, samvinnu þjáflara og fararstjóra og viðbrögð við agabrotum og neyðarástandi.  Íþrótta og ungmennafélög hér eystra, sem og annarsstaðar, senda fararstjóra með börn og ungmenni vítt og breitt um landið og einnig erlendis. Það er mikil ábyrgð lögð á herðar þessara einstaklinga og nauðsynlegt að standa við bakið á þeim með námskeiði sem þessu. Við vonumst því til að sem flestir nýti sér þetta.

Vinsamlegast sendið þátttökutilkynningu til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 5. mars

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ