Afreksstyrkir Landbankans
Landsbankinn auglýsir nú eftir umsóknum um afreksstyrki en þeim er ætlað að styðja við bakið á afreksfólki sem iðkar einstaklingsíþróttir. Einnig verða veittir styrkir til ungs og efnilegs íþróttafólks sem á framtíðina fyrir sér. Styrkirnir nema alls 3.000.000 kr. og skiptast þannig:
Afreksstyrkir – 6-10 styrkir að upphæð 300.000-500.000 kr.
Afreksfólk framtíðarinnar – 2-3 styrkir að upphæð 100.000-200.000 kr.
Forsendur:
Umsækjandi tekur þátt í einstaklings- eða paraíþrótt.
Framúrskarandi árangur á Íslandi og alþjóðlegum í sinni grein er nauðsynlegur, t.a.m. hafa náð lágmarki til að keppa á Norðurlandamóti, Evrópumóti, heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.
Umsækjendur skulu vera fyrirmyndir annarra íþróttamanna og hafa skýra framtíðarsýn um íþróttaiðkun sína og skýrar hugmyndir um nýtingu styrkfjárins.
Umsækjendur um afreksstyrki framtíðarinnar skulu vera yngri en 20 ára og hafa náð framúrskarandi árangri í sínum aldursflokki.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér á vef Landsbankans.