Svör við nafnaþulu úr Snæfelli

Í síðasta tölublaði Snæfells birtist eftirfarandi nafnaþula sem Jónína Zophoníasdóttir frá Mýrum lét okkur í té. Lesendur blaðsins voru hvattir til glíma gátuna og senda lausnir til skrifstofu UÍA. Nokkrir gerðu það en aðeins einn þátttakandi hafði öll nöfnin rétt, Kristjana Atladóttir frá Eskifirði og fær hún glaðning frá UÍA.

Hér má sjá gátuna ásamt lausnum.

Hugans fley úr höfn ég stefni.

Hásetana tólf ég nefni.

Situr fyrsti á efstu klettum Örn/Valur

annar sést í flestum stéttum Steinn

þriðja sá um þjóðbraut renna Vagn

og þann fjórða á mínum penna Oddur

fimmti ungan fær ei svanna Meyvant

finnst sá sjötti í skálpum granna. Brandur

Sjöundi oft á auðs manns borði Leifur

áttundi sitja á hræjum þorði. Hrafn

Níunda sá í austri sveima Dagur

á sá tíundi hvergi heima Gestur

Ellefti er und blómum borinn Ormur

bar ég hinn tólfta á sniðil skorinn. Skafti

Læt ég svo fleyið að landi beita

og lestu mér hvað þegnar heita.

Óskum við Kristjönu til hamingju og þökkum við öllum sem sendu inn svör og gáfu sér tíma til að velta vöngum yfir þessari gömlu og skemmtilegu þulu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ